Körfubolti

Memphis sparkaði Spurs í sumarfrí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Grizzlies fagna í nótt.
Leikmenn Grizzlies fagna í nótt.
Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og sló út San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þetta eru afar óvænt tíðindi enda endaði Memphis í áttunda sæti Vesturdeilarinnar sem Spurs vann. Memphis vann leikinn í nótt 99-91 og rimmu liðanna, 4-2.

Þetta er aðeins í annað sinn sem lið í áttunda sæti slær út liðið sem endaði í fyrsta sæti eftir að reglunum var breytt og fjóra sigurleiki þurfti til að komast áfram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Zach Randolph fór mikinn í liði Grizzlies og skoraði 31 stig. Hann var mjög atkvæðamikill á lokasprettinum. Tony Parker skoraði mest fyrir Spurs eða 23 stig.

Memphis mætir Oklahoma í næstu umferð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×