Fótbolti

Spænska liðið Getafe er nú í eigu viðskiptajöfra frá Dúbæ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi í baráttu við Ivan Marcano, leikmann Getafe.
Lionel Messi í baráttu við Ivan Marcano, leikmann Getafe. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fjárfestingahópurinn Royal Emirates Group frá Dúbæ er búið að kaupa spænska úrvalsdeildarfélagið Getafe og hefur sett stefnuna á að koma félaginu í hóp sex bestu liða Spánar á næsta tímabili. Getafe hefur aðsetur í úthverfum Madrid og ætlar að komast á sama stall og nágrannar þeirra í Real og Atletico.

Royal Emirates borgaði á bilinu 70 til 90 milljónir evra fyrir spænska félagið en Getafe hefur verið í strögli í neðri hluta deildarinnar í vetur eftir að hafa endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili.

Suleiman al Butti, er yfirmaður verkefnisins og hann segir að þjálfari félagsins fái pening fyrir nýja leikmenn í sumar. Stefnan er að komast í Meistaradeildina innan tveggja ára en langtímaverkefnið er síðan að verða betri en nágrannarnir í Real Madrid.

„Við reyndum að kaupa tvö eða þrjú félög í spænsku deildinni og vorum líka að skoða félög í Evrópu.Getafe er samt spennandi kostur því þetta er ungt og upprennnandi lið," sagði Suleiman al Butti.

Getafe er þriðja spænska félagið sem er nú í eigu útlendinga því Konungsfjölskyldan í Katar keypti Malaga og indverskur viðskiptamaður keypti Racing Santander.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×