Körfubolti

Þessi lið mætast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeff Green og Amare Stoudemire mættust í nótt og mætast aftur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Jeff Green og Amare Stoudemire mættust í nótt og mætast aftur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mynd/AP
Í nótt fóru fram síðustu leikir deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta og nú er því orðið endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi.

Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn og fyrsti leikur hennar verður á milli Chicago Bulls og Indiana Paces en Chicago náði bestum árangri allra liða í deildarkeppninni en Indiana komst í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vinna aðeins 37 leiki.

Einvígi Miami Heat og Philadelphia 76ers, einvígi Orlando Magic og Atlanta Hawks og einvígi Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers hefjast líka öll á laugardaginn. öll hin fjögur einvígin hefjast síðan daginn eftir.

Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í næstu umferð en þar mætast sigurvegarar úr einvígum 1 og 4 annarsvegar og 2 og 3 hinsvegar. Það má sjá númeraröð einvíganna hér fyrir neðan.





Úrslitakeppni NBA-deildarinnar 2010-2011 - fyrsta umferðAusturdeildin:

1) Chicago Bulls (62-20) á móti Indiana Pacers (37-45)

2) Miami Heat (58-24) á móti Philadelphia 76ers (41-41)

3) Boston Celtics (56-26) á móti New York Knicks (42-40)

4) Orlando Magic (52-30) á móti Atlanta Hawks (44-38)

Vesturdeildin:

1) San Antonio Spurs (61-21) á móti Memphis Grizzlies (46-36)

2) Los Angeles Lakers (57-25) á móti New Orleans Hornets (46-36)

3) Dallas Mavericks (57-25) á móti Portland Trail Blazers (48-34)

4) Oklahoma City Thunder (55-27) á móti Denver Nuggets (50-32)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×