Hamilton: Einstök tilfinning að færa liðinu sigur 17. apríl 2011 12:05 McLaren liðið fagnar sigri á Sjanghæ brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins. Hamilton fór framúr Sebastian Vettel á lokasprettinum og var að vonum kampakátur með dýrmæt stig í stigakeppni ökumanna. „Keppnisáætlunin sem við notuðum gekk upp og þjónustuhléin voru frábær. Ég þurfti að passa upp á dekkin, eftir því sem ég jók hraðann. Þetta er eitt besta mót sem ég hef upplifað. Ég þurfti að fara framúr talsvert mörgum og bestu þakkir til liðsins. Þeir setja hjarta sitt í það að gera bílinn sem bestan og það er einstök tilfinning að færa þeim sigur", sagði Hamilton á fréttamannafundi eftir keppnina. Litlu munaði að Hamilton næði ekki að taka stöðu sína á ráslínunni og munaði aðeins 30 sekúndum á því að hann þyrfti að hefja keppni á þjónustusvæðinu, þar sem hann var nálægt því að brjóta tímamörk. Þjónustumenn hans höfðu ekki náð því að koma bílnum heim og saman í tæka tíð, en á endanum tókst að koma Hamilton úr þjónustuskýlið og á réttan stað inn á braut. Þetta lagði grunn að góðum sigri og dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Formúla Íþróttir Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins. Hamilton fór framúr Sebastian Vettel á lokasprettinum og var að vonum kampakátur með dýrmæt stig í stigakeppni ökumanna. „Keppnisáætlunin sem við notuðum gekk upp og þjónustuhléin voru frábær. Ég þurfti að passa upp á dekkin, eftir því sem ég jók hraðann. Þetta er eitt besta mót sem ég hef upplifað. Ég þurfti að fara framúr talsvert mörgum og bestu þakkir til liðsins. Þeir setja hjarta sitt í það að gera bílinn sem bestan og það er einstök tilfinning að færa þeim sigur", sagði Hamilton á fréttamannafundi eftir keppnina. Litlu munaði að Hamilton næði ekki að taka stöðu sína á ráslínunni og munaði aðeins 30 sekúndum á því að hann þyrfti að hefja keppni á þjónustusvæðinu, þar sem hann var nálægt því að brjóta tímamörk. Þjónustumenn hans höfðu ekki náð því að koma bílnum heim og saman í tæka tíð, en á endanum tókst að koma Hamilton úr þjónustuskýlið og á réttan stað inn á braut. Þetta lagði grunn að góðum sigri og dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira