Fótbolti

Puyol getur spilað bikaúrslitaleikinn á móti Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carles Puyol var borinn útaf í leiknum á móti Real Madrid á laugardagskvöldið.
Carles Puyol var borinn útaf í leiknum á móti Real Madrid á laugardagskvöldið. Mynd/AP
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Það var staðfest á heimasíðu Barcelona í dag að Josep Guardiola geti notað miðvörðinn reynslumikla á morgun.  

Carles Puyol vildi ekki taka neina áhættu þegar hann fann fyrir verk aftan í læri og bað um skiptingu. Hann var þá að spila sinn fyrsta leik síðan 22. janúar.

Puyol æfði ekki með Barcelona í dag en rannsóknir læknaliðs Barca sýndu að hann er klár til að spila bikarúrslitaleikinn í Valencia annað kvöld.

Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki tímabilsins þar sem Carles Puyol hefur klárað allar 90 mínúturnar en staðan var 1-0 fyrir Barca þegar hann varð að fara að velli á 57. mínútu á laugardagkvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×