Fótbolti

Adebayor búinn að skora 10 mörk í 13 leikjum á móti Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Mynd/AP
Emmanuel Adebayor skoraði tvö fyrstu mörk Real Madrid í 4-0 stórsigri á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann heldur því áfram að kvelja Tottenham-menn líkt og gerði þegar hann lék með nágrönnunum í Arsenal.

„Ætli ég finni mig ekki bara svona vel á móti Tottenham. Ég fékk tvö færi og skoraði tvö mörk og ég held áfram að bæta tölfræðina mína á móti Spurs" sagði Emmanuel Adebayor sem hefur nú sklraði 10 mörk í 13 leikjum á móti Tottenham.

„Jose Mourinho spurði mig um það fyrir leikinn hvað mörg mörk ég hafði skorað á móti Spurs og bætti síðan við að kannski myndi ég skora fleiri í þessum leik. Það var sárt að tapa á laugardaginn á heimavelli og ég klúðraði nokkrum færum í þeim leik," sagði Adebayor.

„Ég vil sjá stuðningsmennina okkar láta heyra meira í sér og það var þannig í kvöld. Þeir voru frábærir og svona leikur er mjög góður fyrir sjálfstraustið," sagði Adebayor sem er í láni hjá Real Madrid frá Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×