Heilagra manna sögur Þröstur Ólafsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Þröstur Ólafsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar