Heilagra manna sögur Þröstur Ólafsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Þröstur Ólafsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Icesave (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúarbrögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð heldur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetningar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg réttindi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnertanlegan stall. Sá sem véfengir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásarvíkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitthvað á þessa leið: Sennilega þurfum við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröppur þinghússins til að stjórnmálamenn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar