Þröstur Ólafsson

Fréttamynd

Kvóta­kerfið - mark­mið og af­leiðing

Frjálsar fiskveiðar voru lagðar af 1985. Mikil ofveiði varð í kjölfar 2. og 3. ríkisstyrktu togskipavæðingar landsins. Svartar skýrslur fiskifræðinga rökstuddu þörfina á að takmarka sókn. Rekstur sjávarútvegsgreina var óhagkvæmur. Skipastóllinn var of stór. Útgerðin þurfti hærra fiskverð frá vinnslunni, sem bað um gengisfellingu á

Skoðun
Fréttamynd

Vættir ör­æfanna – Um­komu­laust há­lendi

Það er ekki lengra en svo, að um miðbik liðinnar aldar voru óbyggðir hálendisins, með öllum sínum vættum, kynjasögum og munnmælum nefnd öræfi. Eyðilegar óbyggðir. Yfir þeim hvíldi huliðshjálmur töfraheima og lausbeisluð draumhyggja um dulin grösug dalverpi og fagurt samfélag huldufólks, en einnig flökkusögur um ógnvekjandi tilveru einmana útlaga. Fæstir vildu þar smala. Tröllin voru í fjöllunum. Þessi draumheimur þjóðarinnar er nú horfinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert er förinni heitið ?

Fátt afhjúpar eymd íslenskra stjórnmála betur en umræðan um þriðja orkupakkann sem og milljarðar af skattpeningum sem fyrrv. sjávarútvegsráðherra sóaði fram hjá lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er einn af þeim

Þröstur Ólafsson skrifar um að hann sé einn af þeim, í tilefni af áttræðisafmæli Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­leg sáttastjórn eða hvað er vinstri hugsun?

Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir­lit á brauð­fótum

Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan, ferða­menn og dýr­tíðin

Fyrir fáum dögum birtist frétt sem greindi frá því að þýskar ferðaskrifstofur hefðu afturkallað pantanir í orlofsferðir hingað til lands. Uppgefin ástæða var hve dýrt væri að dvelja hérlendis eftir að gengi krónunnar styrktist. Það kemur engum á óvart sem hér býr.

Skoðun
Fréttamynd

Sterka krónu, takk

Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins.

Skoðun
Fréttamynd

Brexit, ESB og Ís­land

Tvíeykið Bannon/Trump hefur sagt, að þeir vilji veikja ESB og helst koma því á kné. Í þeirra augum var og er hnattvæðingin forsending, sem kveða þurfi niður. Framtíðarsýn þeirra á NATO hefur verið keimlík. Með því telja þeir sig geta endurvakið BNA sem einsleitt forysturíki,

Skoðun
Fréttamynd

Hugsun í höftum

Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir,

Skoðun
Fréttamynd

Af frelsi annarra

Á síðastliðnu ári ritaði ég nokkrar greinar hér í Fréttablaðið, þar sem ég reyndi að rekja söguslóð og ráða í þróun þeirra samfélagsgilda sem einkenna vestræna samfélagsmódelið. Frelsi einstaklingsins, lýðræði, virðing fyrir lögum og rétti, mannréttindi, valddreifing og markaðsbúskapur svo nokkur séu nefnd.

Skoðun
Fréttamynd

Gamla eða nýja Ís­land

Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla.

Skoðun
Fréttamynd

Að sá tor­tryggni og ala á ó­vild

Ég þurfti tvö tilhlaup til að átta mig á því hvað séra Gunnlaugur Stefánsson var að fara með grein sinni í Fbl. 24.7. sl. Sennilega háði mér þar greindarskortur, því mér tókst ekki að finna kjarnann. Boðskapur klerksins var þó sennilega sá að ófrægja sérfræðinga úr Reykjavík, þeir væru vitleysingar en heimamenn "sem deila kjörum með gæsinni“ séu þeir einu sem mark sé takandi á. Vonandi meinar klerkur þó hvorki að "heimamenn“ séu grasbítar né að skotleyfi verði gefið á þá eins og gæsina.

Skoðun
Fréttamynd

Að semja við sjálfan sig

Þegar fyrrverandi ríkisstjórn sameinaði öll atvinnuvegaráðuneytin í eitt ráðuneyti, var sú hugsun ráðandi að þannig fengist sterkari og markvissari stjórnsýsla sem fær væri um að takast á við flókin og erfið mál.

Skoðun
Fréttamynd

Peningar binda

Fátt er um meira talað en feluleiki með misheiðarlega fengið fjármagn sem, þegar vel er falið, kemst fyrir í örbankahólfum á eyjum í Karíbahafi. Þótt enginn viti gjörla um heildarupphæðir,

Skoðun
Fréttamynd

Katrín, VG og full­veldi ríkja

Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri

Skoðun
Fréttamynd

Ein­hæfni auð­linda og virðiskeðjan

Nýverið birtist frétt um að þrátt fyrir uppgang væri brottflutningur fólks meiri en aðflutningur. Það sem þó vakti ekki síður athygli var að lunginn af brottfluttum var ungt menntað fólk. Síðar komu tölur um að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum færi vaxandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna van­treystir þjóðin Al­þingi

Þjóðir vinna stríð eða tapa þeim. Þar fær enginn önnur verðlaun. List stjórnmálanna er hins vegar þríþætt. Hún liggur í sókn, tilslökun og síðan í málamiðlun. Stjórnmálamenn í lýðræðisríki sem leggja mál þannig upp að málamiðlun sé útilokuð, lenda óhjákvæmilega í átökum og að jafnaði gera þeir meiri óskunda en gagn.

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnin um­ræða leið­réttir

Vestrænt samfélag einkennist af gildum eins og frelsi einstaklingsins, lýðræði, réttarríki og mannréttindum. Þessi gildi hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir þjóðir um allan heim. En jafnframt hafa þau átt hatramma andstæðinga, sem reynt hafa að hefta

Skoðun
Fréttamynd

Krónan og EES

Aðeins áratug eftir að EFTA-samningurinn var undirritaður var ljóst að hann var bara áfangi. Með vaxandi pólitískum og efnahagslegum samruna Evrópu þurfti betri aðgang að mörkuðum þar.

Skoðun
Fréttamynd

Ver­stöðin Ís­land

Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands.

Skoðun
Fréttamynd

Gjald­miðill í hjóla­stól

Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum.

Skoðun
Fréttamynd

Vest­ræn gildi í vörn

Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vesturlönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi,

Skoðun
Fréttamynd

Vest­ræna samfélagstilraunin og við

Fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélög eru bæði frjálsari og mennskari svo og auðugri af mannauði og leysa mikla orku úr læðingi. Við verðum því að berjast fyrir þessum gildum á heimavelli, ekki láta eins og þau komi okkur ekki við.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðernisöfgar, fá­vísi og stríð

Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, og frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar eru liðin 75 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Lendir skulu lög setja

Umræður um landbúnað á Íslandi hafa löngum verið óhægar. Því veldur tilfinningarík afstaða þjóðarinnar til sveitanna. Upprunnin erum við flest úr bændastétt, við höfum verið í sveit eða búið í sveit, auk þess sem okkur þykir afar vænt um landið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Landbúnaðarkerfið – broddur á barka þjóðarinnar

Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Að vernda vit­leysuna, eða…?

Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var svo komið að fiskistofnar í höfunum kringum landið voru að eyðast. Hélst það í hendur við gróðureyðingu og víðtækan uppblástur lands. Eigendur og umsjónarfólk auðlinda þjóðarinnar voru komin vel á veg með að farga gæðum láðs og lagar.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2