Stelpurnar unnu Króatíu í gær og mæta Spáni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2011 11:30 Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta. Mynd/Heimasíða HSÍ Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og var yfir nánast allan fyrri hálfleik og leiddi meðal annars 10-4. Undir lok fyrri hálfleik breyttu Króatar um vörn og náðu að minnka muninn í 11-9 á hálfleik. Í síðari hálfleik var mjótt á munum framan af en íslenska liðið leiddi oftast með 1-2 mörkum. Þegar um 10 mínútur voru eftir hafði íslenska liðið aukið muninn í 5 mörk. Sá munur reyndist Króötum of stór biti og náðu þær mest að minnka muninn í 1 mark þegar 15 sekúndur voru eftir. Íslenska liðið hélt boltanum og sigur því staðreynd. FH-ingurinn Sigrún Jóhannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Fanný Hermundsdóttir úr Byasen og Hafdís Iura úr Fram skoruðu 3 mörk og þær Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV) og Elva Þóra Arnardóttir (Fram) skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar leika við Spán í dag og hefst sá leikur kl.14.00 í Víkinni en í síðari leiknum mætast Sviss og Króatía. Spánn sigraði Sviss 31-24 í fyrsta leik undankeppni u-17 ára landsliða kvenna en allir leikirnir fara fram í Víkinni. Íslenska 17 ára landsliðiðHér fyrir ofan má sjá mynd af hópnum en liðið er eftirfarandi:Efsta röð frá vinstri: Fanný Hermundsdóttir (Byasen), Hafdís Iura (Fram), Elva Þóra Arnardóttir (Fram), Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV), Hekla Rún Ámundadóttir (ÍR), Kristrún Steinþórsdóttir (Fylkir), Díana Kristín Sigmarsdóttir (Fram).Miðröð frá vinstri: Ómar Örn Jónsson-Þjálfari, Sigrún Jóhannsdóttir (FH), Díana Ágústsdóttir (Fram), Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir (Grótta), Sóley Arnarsdóttir (Grótta), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss), Eva Björk Davíðsdóttir (Grótta), Auður Ásta Baldursdóttir (Grótta), Sigurgeir Jónsson-Þjálfari.Neðsta röð frá vinstri: Rebekka Friðriksdóttir (Fram), Hildur Gunnarsdóttir (Fram), Berglind Dúna Sigurðardóttir (ÍBV), Melkorka Mist Gunnarsdóttir (Fylkir), Kristín Helgadóttir (Fram). Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og var yfir nánast allan fyrri hálfleik og leiddi meðal annars 10-4. Undir lok fyrri hálfleik breyttu Króatar um vörn og náðu að minnka muninn í 11-9 á hálfleik. Í síðari hálfleik var mjótt á munum framan af en íslenska liðið leiddi oftast með 1-2 mörkum. Þegar um 10 mínútur voru eftir hafði íslenska liðið aukið muninn í 5 mörk. Sá munur reyndist Króötum of stór biti og náðu þær mest að minnka muninn í 1 mark þegar 15 sekúndur voru eftir. Íslenska liðið hélt boltanum og sigur því staðreynd. FH-ingurinn Sigrún Jóhannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Fanný Hermundsdóttir úr Byasen og Hafdís Iura úr Fram skoruðu 3 mörk og þær Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV) og Elva Þóra Arnardóttir (Fram) skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar leika við Spán í dag og hefst sá leikur kl.14.00 í Víkinni en í síðari leiknum mætast Sviss og Króatía. Spánn sigraði Sviss 31-24 í fyrsta leik undankeppni u-17 ára landsliða kvenna en allir leikirnir fara fram í Víkinni. Íslenska 17 ára landsliðiðHér fyrir ofan má sjá mynd af hópnum en liðið er eftirfarandi:Efsta röð frá vinstri: Fanný Hermundsdóttir (Byasen), Hafdís Iura (Fram), Elva Þóra Arnardóttir (Fram), Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV), Hekla Rún Ámundadóttir (ÍR), Kristrún Steinþórsdóttir (Fylkir), Díana Kristín Sigmarsdóttir (Fram).Miðröð frá vinstri: Ómar Örn Jónsson-Þjálfari, Sigrún Jóhannsdóttir (FH), Díana Ágústsdóttir (Fram), Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir (Grótta), Sóley Arnarsdóttir (Grótta), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss), Eva Björk Davíðsdóttir (Grótta), Auður Ásta Baldursdóttir (Grótta), Sigurgeir Jónsson-Þjálfari.Neðsta röð frá vinstri: Rebekka Friðriksdóttir (Fram), Hildur Gunnarsdóttir (Fram), Berglind Dúna Sigurðardóttir (ÍBV), Melkorka Mist Gunnarsdóttir (Fylkir), Kristín Helgadóttir (Fram).
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira