Formúla 1

Formúlu 1 ökumenn dæmdir úr leik eftir framúrskarandi árangur

Kamui Kobayashi og Sergio Perez höfðu ekki ástæðu til að brosa svo blítt eftir að dómarar dæmdu bíla þeirra ólöglega eftir keppni.
Kamui Kobayashi og Sergio Perez höfðu ekki ástæðu til að brosa svo blítt eftir að dómarar dæmdu bíla þeirra ólöglega eftir keppni. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
Það var skammvinn gleði nýliðans Sergio Perez og Kamui Kobayahsi eftir ástralska kappaksturinn í dag. Þeir urðu í sjöunda og áttunda sætinu í mótinu, en dómarar mótsins dæmdu bíla þeirra ólöglega eftir keppni.

Ástæðan er sú að bílar þeirra voru ekki samkvæmt reglum hvað afturvæng varðar, samkvæmt frétt á autosport.com. Það grátlegast við þetta er að Kobayashi og Perez og Sauber liðið gladdist yfir árangrinum, sem þóttu góð skilaboð til japönsku þjóðarinnar á erfiðum tímum. Kobayahsi er japanskur.

Öll keppnislið voru merkt japönskum fánum og jákvæðum skilaboðum til keppenda. En dómarar skoðuðu bílanna og þetta er niðurstaðan. Úrslitin í mótinu eru því eftirfarandi eftir að árangur Kobayashi og Perez hefur verið þurrkaður út.

Sjá meira um málið

Lokaúrslit

1. Vettel Red Bull-Renault

2. Hamilton McLaren-Mercedes

3. Petrov Renault

4. Alonso Ferrari

5. Webber Red Bull-Renault

6. Button McLaren-Mercedes

7. Massa Ferrari

8. Buemi Toro Rosso-Ferrari

9. Sutil Force India-Mercedes

10. Di Resta Force India-Mercedes

Stigin

1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35

2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26

3. Petrov 15 3. Ferrari 18

4. Alonso 12 4. Renault 15

5. Webber 10 5. Toro Rosso-Ferrari 4

6. Button 8 6. Force India 3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×