Formúla 1

Sauber áfrýjar ekki úrskurði dómara í Ástralíu

Kamui Konayashi á Sauber bíl í Melbourne um helgina.
Kamui Konayashi á Sauber bíl í Melbourne um helgina. Mynd: Getty Images/Clive Mason
Sauber Formúlu 1 liðið var dæmt brotlegt gagnvart tæknireglum FIA í fyrsta móti ársins á sunnudaginn. Dómarar sögðu liðið með ólöglega afturvængi á bílum Kamui Kobayashi og Sergio Perez. Sauber liðið ætlar ekki að áfrýja málinu til FIA, samkvæmt tilkynningu þar um í dag.



Perez og Kobayashi urðu í sjöunda og áttunda sæti í mótinu í Melbourne, en sá árangur var þurrkaður út af dómurum, eftir að þeir voru komnir í endamark. Munaði einhverjum millimetrum á mælingu á afturvængnum á útfærslu hans sem var ekki samkvæmt reglum FIA.



"Við græddum ekkert á þessari útfærslu, en þetta var ekki samkvæmt reglum og tökum tillit til þess dómarar höfðu fram að færa. Við höfum komist að því að mælingar innanhús voru ekki nákvæmar hjá okkur og höfum tekið fyrir að þetta geti gerst aftur", sagði James Key, tæknistjóri Sauber.

       






Fleiri fréttir

Sjá meira


×