Körfubolti

Jón Ólafur: Spiluðum hörmulega vörn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson í leiknum í kvöld.
Jón Ólafur Jónsson í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm
„Það var fullrólegt yfir okkur í dag. Það skorti alla baráttu í okkur og varnarlega vorum við gjörsamlega hörmulegir. KR skoraði 38 stig á okkur í þriðja leikhluta og það á ekki að gerast," sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir stórt tap liðsins gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 116-93.

Snæfellingar urðu reyndar fyrir áfalli rétt fyrir hálfleik þegar Ryan Amaroso varð að hætta leik vegna meiðsla í kálfa. „Hann hefur verið í vandræðum með kálfann á sér að undanförnu og það kom bakslag í þessi meiðsli á æfingu í gær. Við vonum að þetta sé ekki alvarlegt."

Þrátt fyrir tapið í kvöld er Jón Ólafur nokkuð bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. „Ég held að tapið í kvöld hafi ekki nein sérstök áhrif á okkur. Við mætum mjög ákveðnir í úrslitakeppnina og við munum hversu gaman það var að verða Íslandsmeistarar í fyrra," sagði Jón Ólafur sem hefur skartað svokallaðri almottu að undanförnu og hyggst ekki raka hana á næstunni.

„Ég var plataður í smá veðmál og það stendur enn. Það kemur í ljós hvenær skeggið fær að fjúka,"sagði Nonni Mæju, kátur að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×