Formúlu 1 ökumaðurinn Kobayashi vill færa Japönum von og jákvæðar fréttir 18. mars 2011 17:42 Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi. Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira