Innlent

Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.



Gunnari er einnig gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Og unnustu hans 1200 þúsund krónur í miskabætur. Gunnar hafði áður neitað kröfu unnustunnar.



Gunnar Rúnar játaði að hafa myrt Hannes með hrottalegum hætti á heimili hans í ágúst. Gunnar stakk Hannes margsinnis með hnífi. Unnusta hans kom svo að honum morguninn eftir.



Gunnar Rúnar var ekki handtekinn fyrr en tveimur vikum eftir ódæðið og játaði brotið stuttu síðar.



Þrír geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar var ósakhæfur og tekur dómari undir þau sjónarmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×