Fótbolti

Guardiola að drepast í bakinu - gæti misst af Valencia-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona með Sandro Rosell, forseta félagsins.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona með Sandro Rosell, forseta félagsins. Mynd/AP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, gæti misst af leik liðsins á móti Valencia í spænsku deildinni á morgun þar sem hann er mjög slæmur í mjóbakinu. Guardiola var ekki með á æfingu í dag og fór þess í stað í meðferð hjá baksérfræðingi.

Barcelona er með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppnum en bíður erfitt verkefni á móti Valencia sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Aðstoðarmaður Guardiola, Tito Vilanova, mun stjórna liðinu verði hann ekki orðinn nógu góður fyrir leikinn á morgun en spilað verður á heimavelli Valencia.

Xavi Hernandez, Carles Puyol og Victor Valdes eru líka allir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og verða ekki með í leiknum á móti Valencia. Þeir hafa aftur á móti allir sett stefnuna á því að ná seinni leiknum á móti Arsenal í Meistaradeildinni sem fram fer eftir eina viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×