Innlent

Úr 87 þúsund tonnum í 6.500

„Þetta var óumflýjanleg niðurstaða. Hún hafði verið í kortunum lengi,“ segir Kristján Freyr Helgason, formaður samninganefndar Íslands, á fundi í London þar sem kolmunnakvóti næsta árs var ákveðinn.

Samanlagður kvóti strandríkjanna var minnkaður úr 540 þúsund tonnum niður í 40 þúsund. Hlutur Íslands fer úr 87.000 tonnum í 6.500 tonn. Áfallið fyrir uppsjávarveiðiflotann er því mikið.

Ríkin voru sammála um að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×