Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn 9. nóvember 2010 11:43 Mark Webber og Dietrick Mateschitz. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz. Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz.
Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira