Innlent

Morð í Hafnarfirði: Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna

MYNd/Egill

Lögregla bíður enn eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi í tengslum við morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Fjölmörg sýni voru send til Svíþjóðar til rannsóknar en að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjónus vonast hann eftir niðurstöðu í vikunni.

Hann segist hafa vonast eftir því að fá eitthvað í síðustu viku, en það hafi ekki gengið eftir.

Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi að bana situr enn í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, og mun á næstu dögum sæta geðrannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×