Rússneskir peningar að baki kaupanna á Saab 19. febrúar 2010 10:49 Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var það banki í eigu Antonov Group sem fjármagnaði kaup Spyker á Saab með 25 milljón dollara láni. Sjálfur segir Antonov að General Motors fyrrum eigandi Saab, sænsk stjórnvöld og Evrópski þróunarbankinn hafi ætíð vitað að hann hafi staðið að baki þessarar lánveitingar. Í tilefni af þessu rifjar viðskiptavefurinn e24.se upp forsögu þess að Antonov var „útilokaður" frá kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Það var gert á grundvelli skýrslu sem sænska öryggislögreglan hafði samið í fyrra um tengsl Antonov við rússnesku mafíunna. Antonov er grunaður um að hafa staðið í umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mafíuna. Þessari skýrslu var komið í hendurnar á FBI sem staðreyndi hana. Eftir það hafði FBI samband við General Motors og bannaði fyrirtækinu að eiga viðskipti við Antonov. General Motors hættu því samningaviðræðum við Antonov í desember s.l. Í framhaldi af því seldi Antonov hlut sinn í Saab til Victor Müller forstjóra Spyker sem síðan keypti Saab. Banki í eigu Antonov fjármagnaði kaupin á hlutnum. „Þannig að þrátt fyrir að Saab-samningurinn innihaldi ákvæði sem banni eignaraðild Antonov er hann vissulega í slíkri stöðu nú," segir í umfjöllun e24.se. Sænsk stjórnvöld vilja ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talsmaður sænska viðskiptaráðuneytisins segir að þeir viti vel hver sé skráður eigandi Saab. „Það er ekki í okkar verkahring að tjá okkur um fjármögnunina á kaupunum," segir talsmaðurinn. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var það banki í eigu Antonov Group sem fjármagnaði kaup Spyker á Saab með 25 milljón dollara láni. Sjálfur segir Antonov að General Motors fyrrum eigandi Saab, sænsk stjórnvöld og Evrópski þróunarbankinn hafi ætíð vitað að hann hafi staðið að baki þessarar lánveitingar. Í tilefni af þessu rifjar viðskiptavefurinn e24.se upp forsögu þess að Antonov var „útilokaður" frá kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Það var gert á grundvelli skýrslu sem sænska öryggislögreglan hafði samið í fyrra um tengsl Antonov við rússnesku mafíunna. Antonov er grunaður um að hafa staðið í umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mafíuna. Þessari skýrslu var komið í hendurnar á FBI sem staðreyndi hana. Eftir það hafði FBI samband við General Motors og bannaði fyrirtækinu að eiga viðskipti við Antonov. General Motors hættu því samningaviðræðum við Antonov í desember s.l. Í framhaldi af því seldi Antonov hlut sinn í Saab til Victor Müller forstjóra Spyker sem síðan keypti Saab. Banki í eigu Antonov fjármagnaði kaupin á hlutnum. „Þannig að þrátt fyrir að Saab-samningurinn innihaldi ákvæði sem banni eignaraðild Antonov er hann vissulega í slíkri stöðu nú," segir í umfjöllun e24.se. Sænsk stjórnvöld vilja ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talsmaður sænska viðskiptaráðuneytisins segir að þeir viti vel hver sé skráður eigandi Saab. „Það er ekki í okkar verkahring að tjá okkur um fjármögnunina á kaupunum," segir talsmaðurinn.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira