Innlent

Morðið í Hafnarfirði: Karlmaður í haldi

Mynd/Egill

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu í tengslum við morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Hann hefur ekki verið yfirheyrður áður í tengslum við morðið.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið yfirheyrður í gærkvöldi og í framhaldinu hafi verið ákveðið að halda manninum í nótt. Að sögn Friðriks hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Það verður gert síðar dag.

Þetta er þriðji maðurinn sem lögregla hefur ákveðið að halda yfir nótt eftir yfirheyrslur. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum.

Útför Hannesar Þórs er fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Fjölskylda Hannesar er umsvifamikill atvinnurekandi í bænum og er því búist við að fjöldi fólks mæti við athöfnina. Hannes var framkvæmdarstjór Sælgætisgerðarinnar Góu og verður lokað hjá fyrirtækinu í dag, auk veitingastaðanna KFC og Taco Bell ásamt skrifstofum þessara fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×