Sport

Bolt íhugar að skipta yfir í langstökkið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spretthlauparinn Usain Bolt er mikið ólíkindatól og hann íhugar nú að hætta í spretthlaupum eftir Ólympíuleikana í London árið 2012 og skipta yfir í langstökk í staðinn.

Hinn 24 ára gamli Jamaíkumaður á sér ýmsa drauma og greindi frá því um daginn að hann langaði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í knattspyrnu. Engum sögum fer þó af knattspyrnuhæfileikum hans.

Bolt, sem á heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi, vill hætta á toppnum og hann myndi síðan feta í fótspor Carl Lewis ef hann færi í langstökkið en Lewis var mjög öflugur langstökkvari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×