Ólafur þegar farinn að láta til sín taka - breytingar á Evrópukeppni karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2010 11:00 Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe. Mynd/Heimasíða FIBA Europe Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe, stjórnaði sínum fyrsta stjórnarfundi um helgina og þar voru samþykktar breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliða karla í Evrópukeppninni. Íslendingar eignuðust líka tvo nýja fulltrúa í nefndum FIBA Europe, Hannes S.Jónsson formaður KKÍ var skipaður í fjárhagsnefnd FIBA Europe og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ er í unglinganefnd FIBA Europe. Á heimasíðu KKÍ er farið yfir niðurstöðu þessa fyrsta stjórnarfundar og það má segja að Ólafur Rafnsson hafi látið til sín taka strax á fyrsta fundi en þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er eitt af þeim málefnum sem fulltrúar Íslands hafa unnið að á vettvangi FIBA Europe undanfarin ár. „Stjórnin ákvað á fundinum að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliðs karla en mikil umræða hefur verið um þetta keppnisfyrirkomulag undanfarin ár. Ákveðið var að fjölga liðum sem taka þátt í úrslitum EM úr 16 þjóðum í 24 og samhliða því að leggja niður A og B deildirnar. Undankeppnin fyrir úrslit EM verður því með svipuðu sniði og t.d. hjá knattspyrnunni þar sem styrkleikaröðuð riðlakeppni er spiluð. Þannig er að mörgu leyti flóknu kerfi sem keppt hefur eftir undanfarin ár lagt niður," segir í frétt á heimasíðu KKÍ. Á heimasíðu KKÍ er líka nánar farið yfir hvernig þessar breytingar munu ganga í gegn: „Fyrsta úrslitakeppni EM þar sem verða 24 þjóðir fer fram árið 2013 en næsta úrslitakeppni EM fer fram árið 2011 í Litháen og því í síðasta sinn þá sem einugis verða 16 þjóðir. Nýja keppnisfyrirkomulagið verður því tekið í notkun árið 2012 þegar fyrstu leikirnir verða spilaðir í riðlakeppninni. Mótanefnd FIBA Europe er falið að koma með hugmyndir á næstu mánuðum að frekari útfærslu, t.d. hvort keppnin fari fram í 3-4 "gluggum" yfir árið eða hvort allir leikir verði spilaðir í ágúst mánuði eins og verið hefur hjá A-landsliðunum, hversu margir riðlar verða og hversu mörg sæti í hverjum riðili gefi þáttökurétt í úrslitum EM." Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Ólafur Rafnsson, nýr formaður FIBA Europe, stjórnaði sínum fyrsta stjórnarfundi um helgina og þar voru samþykktar breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliða karla í Evrópukeppninni. Íslendingar eignuðust líka tvo nýja fulltrúa í nefndum FIBA Europe, Hannes S.Jónsson formaður KKÍ var skipaður í fjárhagsnefnd FIBA Europe og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ er í unglinganefnd FIBA Europe. Á heimasíðu KKÍ er farið yfir niðurstöðu þessa fyrsta stjórnarfundar og það má segja að Ólafur Rafnsson hafi látið til sín taka strax á fyrsta fundi en þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er eitt af þeim málefnum sem fulltrúar Íslands hafa unnið að á vettvangi FIBA Europe undanfarin ár. „Stjórnin ákvað á fundinum að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi A-landsliðs karla en mikil umræða hefur verið um þetta keppnisfyrirkomulag undanfarin ár. Ákveðið var að fjölga liðum sem taka þátt í úrslitum EM úr 16 þjóðum í 24 og samhliða því að leggja niður A og B deildirnar. Undankeppnin fyrir úrslit EM verður því með svipuðu sniði og t.d. hjá knattspyrnunni þar sem styrkleikaröðuð riðlakeppni er spiluð. Þannig er að mörgu leyti flóknu kerfi sem keppt hefur eftir undanfarin ár lagt niður," segir í frétt á heimasíðu KKÍ. Á heimasíðu KKÍ er líka nánar farið yfir hvernig þessar breytingar munu ganga í gegn: „Fyrsta úrslitakeppni EM þar sem verða 24 þjóðir fer fram árið 2013 en næsta úrslitakeppni EM fer fram árið 2011 í Litháen og því í síðasta sinn þá sem einugis verða 16 þjóðir. Nýja keppnisfyrirkomulagið verður því tekið í notkun árið 2012 þegar fyrstu leikirnir verða spilaðir í riðlakeppninni. Mótanefnd FIBA Europe er falið að koma með hugmyndir á næstu mánuðum að frekari útfærslu, t.d. hvort keppnin fari fram í 3-4 "gluggum" yfir árið eða hvort allir leikir verði spilaðir í ágúst mánuði eins og verið hefur hjá A-landsliðunum, hversu margir riðlar verða og hversu mörg sæti í hverjum riðili gefi þáttökurétt í úrslitum EM."
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik