Innlent

Hefur fætt barn í bíl og flugvél

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

„Við náðum ekki á spítalann, það er ekki flóknara en það," segir Þórunn Hrund Óladóttir, sem fæddi dreng fyrir utan sjúkrahúsið í Neskaupstað snemma á fimmtudagsmorgun.

Þórunn Hrund og Gunnþór Jónsson maður hennar búa á Seyðisfirði en fæðingardeild fyrir fjórðunginn er aðeins í Neskaupstað. Ferðalagið tekur um hálfa aðra klukkustund og fara þarf yfir þrjá fjallvegi.

Ljósmóðir frá Eskifirði var með í för og tók hún á móti drengnum, sem er þriðja barn Þórunnar og Gunnþórs.

Fyrsta barn hjónanna fæddist líka á Norðfirði og til stóð að annað barnið fæddist á Akureyri en kom í heiminn í flugvélinni á leiðinni þangað. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×