Engin ein leið bjargar öllum 11. nóvember 2010 06:00 Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira