Fótbolti

Mourinho: Við vorum ekki niðurlægðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho gaf sér tíma til þess að þakka Guardiola fyrir leikinn. Nordic Photos/Getty
Mourinho gaf sér tíma til þess að þakka Guardiola fyrir leikinn. Nordic Photos/Getty

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, mátti þola sitt versta tap á ferlinum í gær er hann mætti með lið sitt á Nou Camp. Barcelona hreinlega kjöldró Madridarliðið og vann 5-0.

Úrslitin segja ekki alla söguna því yfirburðirnir voru með hreinum ólíkindum. Þrátt fyrir það segir Mourinho að hans lið hafi ekki verið niðurlægt.

"Eitt lið spilaði mjög vel og hitt liðið spilaði mjög illa. Annað liðið átti skilið að vinna en hitt að tapa. Niðurlæging? Nei. Það er auðvelt að taka þessu tapi því við vorum einfaldlega ekki nógu góðir," sagði Mourinho eftir leik.

"Við gáfum þeim tvö fáranleg mörk. Ég reyndi að breyta hlutum í hálfleik og við byrjuðum seinni hálfleik ágætlega. Þá skoruðu þeir aftur og eftir það var ekkert sem ég gat gert. Leikurinn var tapaður. Ég hef sagt það áður að Barcelona er fullmótað lið en Madrid á enn nokkuð í land."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×