Annar sigur AZ í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2010 11:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki í leik með AZ. Nordic Photos / AFP Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær. AZ vann 1-0 sigur á Utrecht en þetta var annar sigur liðsins í röð. AZ hafði fyrir þessa tvo leiki ekki unnið í fyrstu fimm umferðum deildarinnar í haust. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ í gær. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var tekinn af velli í blálok leiksins. Báðir léku þeir í þriggja manna sóknarlínu, Jóhann Berg hægra megin og Kolbeinn vinstra megin. AZ kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en er átta stigum á eftir toppliði Ajax sem er enn taplaust eftir sjö umferðir. Í Skotlandi spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn sem miðvörður er lið hans, Hearts, tapaði fyrir Motherwell á heimavelli, 2-0. Motherwell komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Hearts sem er í fjórða sæti. Celtic og Rangers eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, Celtic eftir sex leiki og Rangers eftir fimm. FC Kaupmannahöfn, lið Sölva Geirs Ottsen, er taplaust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann 3-0 sigur á Midtjylland á útivelli í gær. Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla. SönderjyskE vann góðan sigur á Álaborg á útivelli, 2-0. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju liðsins í gær en Arnar Darri Pétursson, markvörður, var á bekknum. SönderjyskE er nú í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. FCK er langefst á toppnum með 26 stig. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær. AZ vann 1-0 sigur á Utrecht en þetta var annar sigur liðsins í röð. AZ hafði fyrir þessa tvo leiki ekki unnið í fyrstu fimm umferðum deildarinnar í haust. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ í gær. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var tekinn af velli í blálok leiksins. Báðir léku þeir í þriggja manna sóknarlínu, Jóhann Berg hægra megin og Kolbeinn vinstra megin. AZ kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en er átta stigum á eftir toppliði Ajax sem er enn taplaust eftir sjö umferðir. Í Skotlandi spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn sem miðvörður er lið hans, Hearts, tapaði fyrir Motherwell á heimavelli, 2-0. Motherwell komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Hearts sem er í fjórða sæti. Celtic og Rangers eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, Celtic eftir sex leiki og Rangers eftir fimm. FC Kaupmannahöfn, lið Sölva Geirs Ottsen, er taplaust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann 3-0 sigur á Midtjylland á útivelli í gær. Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla. SönderjyskE vann góðan sigur á Álaborg á útivelli, 2-0. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju liðsins í gær en Arnar Darri Pétursson, markvörður, var á bekknum. SönderjyskE er nú í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. FCK er langefst á toppnum með 26 stig.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira