Innlent

Hefja viðræður við Garðabæ

SB skrifar
Álftnesingar vilja sameinast Garðabæ.
Álftnesingar vilja sameinast Garðabæ.
Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Garðabæ um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Álftanes kemur fram að farið sé eftir vilja íbúanna en borgarstjóri Reykjavíkur hefur lýst yfir áhuga á að Álftanes sameinist höfuðborginni.

Bæjarstjórn Álftaness þakkar sýndan áhuga borgarráðs Reykjavíkurborgar á viðræðum um mögulega sameiningu enda bæði sveitarfélögin áhugaverður búsetukostur og gætu orðið enn sterkari sem heild. Í samræmi við vilja íbúa á Álftanesi, í skoðanakönnun frá 6. mars 2010, hefur bæjarstjórn nú ákveðið að leita eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórn Garðabæjar," segir í fréttatilkynningunni.

Í umræddri könnunn settu 44% íbúa Álftanesar sameiningu við Garðabæ fram sem sinn fyrsta kost en 34% vildu sameinast Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×