Maldonado frá Venúsúela ráðinn sem ökumaður Williams 1. desember 2010 15:33 Pastor MalDonado með starfsmanni Williams á æfingu í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1. "Ég tók fyrst eftir Maldonado í Mónakó árið 2007, þegar hann ók listavel. Síðan þá hefur hann minnt á sig með hæfileikum og sigrum, sérstaklega í GP mótaröðinni í ár. Hann vann m.a. sex mót í röð. Okkur hlakkar til að þroska hæfileika hans í vetur og hlakkar til samvinnunnar á næsta ári", sagði Frank Williams um það að Maldonado hefur verið ráðinn. Williams sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag. "Það eru mér forréttindi að Williams hefur ráðið mig sem keppnisökumanna og góðir endir á mögnuðu ári hjá mér", sagði Maldonado. "Ég prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi, en ég get ekki beðið að hefja störf, til að mæta vel undirbúinn á næsta ári. Þá verður ökumaður frá Venúsúela í fyrsta skipti í nærri 30 ár í Formúlu 1. Ég mun því leita eftir hagstæðum úrslitum fyrir þann stuðning sem land mitt hefur fært mér til að komast í þessa stöðu", sagði Maldonado. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1. "Ég tók fyrst eftir Maldonado í Mónakó árið 2007, þegar hann ók listavel. Síðan þá hefur hann minnt á sig með hæfileikum og sigrum, sérstaklega í GP mótaröðinni í ár. Hann vann m.a. sex mót í röð. Okkur hlakkar til að þroska hæfileika hans í vetur og hlakkar til samvinnunnar á næsta ári", sagði Frank Williams um það að Maldonado hefur verið ráðinn. Williams sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag. "Það eru mér forréttindi að Williams hefur ráðið mig sem keppnisökumanna og góðir endir á mögnuðu ári hjá mér", sagði Maldonado. "Ég prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi, en ég get ekki beðið að hefja störf, til að mæta vel undirbúinn á næsta ári. Þá verður ökumaður frá Venúsúela í fyrsta skipti í nærri 30 ár í Formúlu 1. Ég mun því leita eftir hagstæðum úrslitum fyrir þann stuðning sem land mitt hefur fært mér til að komast í þessa stöðu", sagði Maldonado.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira