Enski boltinn

Þjálfari Wolfsburg: Fulham getur farið alla leið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zoltan Gera með boltann í leiknum í gær.
Zoltan Gera með boltann í leiknum í gær.

Roy Hodgson hefur verið að ná undraverðum árangri með Fulham í Evrópudeildinni. Liðið hefur slegið út þýska liðið Wolfsburg og er komið alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem Hamburg verður mótherjinn.

Lorenz-Gunther Kostner er þjálfari Wolfsburg og hann viðurkennir eftir rimmuna gegn Fulham að betra liðið hafi komist áfram.

„Það var ekki nægilega mikið bit í mínu liði og hugarfarið var ekki rétt. Við gerðum mistök og rangar skiptingar voru gerða. Ég viðurkenni mistök og leikmenn viðurkenna mistök," sagði Kostner.

„Fulham er gott lið með öfluga vörn. Ég vissi það alltaf að þetta yrðu ekki auðveldir leikir. Ef Fulham spilar með sama hætti í áframhaldinu getur liðið vel komist í úrslitaleikinn."

Bobby Zamora skoraði eina markið í 1-0 útisigri Fulham í gær en liðið vann heimaleikinn 2-1 og rimmuna því samtals 3-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×