Dóra: Get bara vonað það besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2010 08:30 Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira