Viðskipti innlent

FFSÍ gagnrýnir kaup á Vestia

Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, telur að stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóða hafi farið út fyrir hlutverk sitt með kaupum á Vestia af Landsbankanum.

Kaupin gangi þvert á þann ramma sem var lagður til grundvallar þegar hlutverk sjóðsins var kynnt fyrir stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem koma að fjármögnun sjóðsins.

Í tilkynningu frá FFSÍ segir að „byrjað hafi verið á öfugum enda, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að kröfu um ávöxtun sé fullnægt" með kaupunum. Nóg sé komið af áhættufjárfestingum hjá lífeyrissjóðum landsins. - þj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×