Viðskipti erlent

Askan úr Eyjafjallajökli fyllti hótel í Kaupmannahöfn

Nær öll hótel í Kaupmannahöfn voru yfirfull af gestum í nótt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Gestirnir voru flugfarþegar sem eru strandaglópar í borginni þar sem allt flug til og frá Danmörku liggur niðri. Svipuð staða hefur eflaust verið upp á teningnum í fleiri stórborgum um norðanverða Evrópu.

Samkvæmt frétt á börsen.dk voru 12.000 hótelherbergi í notkun í Kaupmannahöfn í nótt. „Það var aðeins eitt hótel í borginni sem enn átti laus herbergi í gærkvöldi," segir Allan Agerholm formaður sambands hóteleigenda í borginni.

Fram kemur að hin lokaða lofthelgi í Danmörku hafi gefið hótelum höfuðborgarinnar 20% í aukna veltu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×