Innlent

Samstarf við VG fyrsti kostur

Valdimar Svavarsson, er oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Að hans mati er meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og VG eftir kosningar fyrsti kostur.
Valdimar Svavarsson, er oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Að hans mati er meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og VG eftir kosningar fyrsti kostur.
Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir að Hafnfirðingar vilji gefa Samfylkingunni frí frá stjórn bæjarfélagsins. Meirihlutasamstarf við Vinstri grænum sé fyrsti kostur verði niðurstöður kosninganna í næsta mánuði í samræmi við skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag.

Samkvæmt könnunni missir Samfylkingin meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig fylgi. Samfylkingin fengi fimm bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra og VG tvo. Fyrir fjórum árum fékk Samfylkingin sjö bæjarfulltrúa kjörna, Sjálfstæðisflokkur þrjá og VG einn.

„Við erum að bæta gríðarlega miklu fylgi við okkur frá síðustu kosningum og það er hvatning til áframhaldandi verka því við ætlum okkur enn meira," segir Valdimar. „Bæjarbúar eru að sjá að stjórn bæjarins hefur ekki verið með þeim hætti sem að best verður á kosið síðustu árin. Fólk vill breytingar og hvíla þann meirihluta sem nú er við völd."

Um meirihlutamyndun eftir kosningar segist Valdimar ekki útiloka neitt. Könnunin sýni þó skýrt að Hafnfirðingar vilji hvíla Samfylkinguna. „Það hlýtur þá að vera okkar fyrsti kostur að skoða samstarf núverandi minnihluta."




Tengdar fréttir

Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði

Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Oddviti VG: Könnunin gefur okkur byr í seglin

„Þetta er náttúrulega ekki fast í hendi en þetta yrði mjög gleðileg niðurstaða og við kæmumst í lykilstöðu. Þessi könnun gefur okkur byr í seglin,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, um skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×