Enski boltinn

Benayoun: Við ætlum að vinna Evrópudeildina fyrir Torres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yossi Benayoun og félagar í Liverpool-liðinu ferðast með lest suður til Frakklands.
Yossi Benayoun og félagar í Liverpool-liðinu ferðast með lest suður til Frakklands. Mynd/AFP
Liverpool-maðurinn Yossi Benayoun segir leikmenn liðsins ætla að sýna Fernando Torres þakklæti sitt með því að vinna fyrir hann Evrópudeildina. Fernando Torres er meiddur á hné og verður ekki með Liverpool í undanúrslitaleikjunum á móti Atletico Madrid.

„Fernando er besti framherjinn í heiminum og þetta yrði mun auðveldara fyrir okkur ef hann væri með. Því miður er hann meiddur og getur ekki spilað með," sagði Yossi Benayoun.

„Við verðum að gefa enn meira í leikina og spila fyrir hann. Hann er búinn að vinna fyrir okkur marga leiki og á mikinn þátt í því hversu langt við erum komnir í þessari keppni," sagði Yossi Benayoun.

„Við ætlum okkur að vinna titil á þessu tímabili og við erum komnir mjög nálægt því að vinna þennan titil. Þetta hefur verið tímabil vonbrigða en við getum breytt því aðeins með því að vinna Evrópudeildina," sagði Yossi Benayoun.

„Evrópumeistaratitilinn myndi þó ekki breyta því að þetta tímabil verður aldrei talið gott ef við komust ekki í hóp fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Yossi Benayoun og bætti við:

„Liverpool fagnar þó öllum titlum í húsi og þó að við vildum frekar vinna Meistaradeildina þá er Evrópudeildin áhugaverð og þar er fullt af góðum liðum," sagði Yossi Benayoun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×