Umfjöllun: FH deildarbikarmeistari karla eftir spennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2010 19:42 Hjörtur Hinriksson, leikmaður FH. Mynd/Stefán Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira