Hamilton vann í dramatískri keppni 30. maí 2010 15:40 Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri. McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum. Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið. Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar. Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu. Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620 2. Button McLaren-Mercedes + 2.645 3. Webber Red Bull-Renault + 24.285 4. Schumacher Mercedes + 31.110 5. Rosberg Mercedes + 32.266 6. Kubica Renault + 32.824 7. Massa Ferrari + 36.635 8. Alonso Ferrari + 46.544 9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650 1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172 2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171 3. Hamilton 84 3. Ferrari 146 4. Alonso 79 4. Mercedes 100 5. Vettel 78 5. Renault 73 6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32 7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri. McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum. Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið. Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar. Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu. Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620 2. Button McLaren-Mercedes + 2.645 3. Webber Red Bull-Renault + 24.285 4. Schumacher Mercedes + 31.110 5. Rosberg Mercedes + 32.266 6. Kubica Renault + 32.824 7. Massa Ferrari + 36.635 8. Alonso Ferrari + 46.544 9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650 1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172 2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171 3. Hamilton 84 3. Ferrari 146 4. Alonso 79 4. Mercedes 100 5. Vettel 78 5. Renault 73 6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32 7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira