Kínverjar ætla að fara varlega í frekari gullkaup 9. mars 2010 13:56 Kínverjar ætla að stíga varlega til jarðar hvað varðar frekari gullkaup til að styrkja varasjóði sína. Þeir hafa varann á sér því gullkaup þeirra gætu leitt til þess að verð á gulli hækki ennfrekar en orðið er.Þetta kemur fram í máli Yi Gang formanns Gjaldeyrisviðskiptanefndar landsins í samtali við Reuters. Gang segir að þótt gull sé „ekki slæm eign" mun málmurinn aldrei verða stór hluti af fjárfestingum Kínverja í framtíðinni.„Alþjóðamarkaður með gull er mjög takmarkaður. Ef ég kaupi gull í miklum mæli mun slíkt örugglega þrýsta verðinu á því upp á heimsvísu," sagði Gang á blaðamannafundi sem haldinn var á kínverska þinginu.Verð á gulli féll um 3 dollara á únsuna um leið og Gang hafði látið þessi orð falla en náði síðan jafnvægi að nýju í 1.122 dollurum á únsuna þar sem margir markaðsaðilar höfðu reiknað með að Kína færi ekki í umfangsmikil gullkaup.Margir fjárfestar hafa velt því fyrir sér hvort Kínverjar muni kaupa eitthvað af þeim 191,3 tonnum af gulli sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að setja á almennan markað í kjölfar þess að Indverjar keyptu 200 tonn af sjóðnum nýlega.Sérfræðingar búast ekki við því að Kínverjar kaupi hluta af þessum 191,3 tonnum heldur haldi áfram að byggja upp gullforða sinn með rólegum kaupum á almenna markaðinum.Kínverjar hafa keypt mikið magn af gulli undanfarin ár. Þannig upplýstu þeir á síðasta ári að þeir hefðu aukið gullforða sinn úr 600 tonnum árið 2003 og up í 1.054 tonn í fyrra. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverjar ætla að stíga varlega til jarðar hvað varðar frekari gullkaup til að styrkja varasjóði sína. Þeir hafa varann á sér því gullkaup þeirra gætu leitt til þess að verð á gulli hækki ennfrekar en orðið er.Þetta kemur fram í máli Yi Gang formanns Gjaldeyrisviðskiptanefndar landsins í samtali við Reuters. Gang segir að þótt gull sé „ekki slæm eign" mun málmurinn aldrei verða stór hluti af fjárfestingum Kínverja í framtíðinni.„Alþjóðamarkaður með gull er mjög takmarkaður. Ef ég kaupi gull í miklum mæli mun slíkt örugglega þrýsta verðinu á því upp á heimsvísu," sagði Gang á blaðamannafundi sem haldinn var á kínverska þinginu.Verð á gulli féll um 3 dollara á únsuna um leið og Gang hafði látið þessi orð falla en náði síðan jafnvægi að nýju í 1.122 dollurum á únsuna þar sem margir markaðsaðilar höfðu reiknað með að Kína færi ekki í umfangsmikil gullkaup.Margir fjárfestar hafa velt því fyrir sér hvort Kínverjar muni kaupa eitthvað af þeim 191,3 tonnum af gulli sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að setja á almennan markað í kjölfar þess að Indverjar keyptu 200 tonn af sjóðnum nýlega.Sérfræðingar búast ekki við því að Kínverjar kaupi hluta af þessum 191,3 tonnum heldur haldi áfram að byggja upp gullforða sinn með rólegum kaupum á almenna markaðinum.Kínverjar hafa keypt mikið magn af gulli undanfarin ár. Þannig upplýstu þeir á síðasta ári að þeir hefðu aukið gullforða sinn úr 600 tonnum árið 2003 og up í 1.054 tonn í fyrra.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira