Ríkið verður af milljarðatekjum 30. september 2010 03:45 Hörður Arnarson Forstjóri Landsvirkjunar segir upptöku afdráttarskatts á vaxtagreiðslur þyngja róður fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira