Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi 29. desember 2010 21:00 Ólíkleg sjón Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri ástæður til að skála en í góðærinu.nordicphotos/getty „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira