Innlent

Þingmenn Hreyfingarinnar fordæma Seðlabanka Íslands

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.

Þingmenn Hreyfingarinnar, þau Margrét Tryggvadóttur, Birgitta Jónsdóttur og Þór Saari, fordæma viðbrögð Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán; helstu lögspekingar landsins hafi sagt niðurstöðu Hæstaréttar skýra og gengistryggingin sé ólögleg og upphaflegir samningsvextir hljóti að standa.

Löngu er orðið tímabært að almenningur njóti vafans ef einhver er, segir í yfirlýsingu þeirra.

„Trúverðugir málsvarar almennings tala einum rómi í þessu máli og gagnrýna stjórnvöld harðlega því ljóst má vera að umrædd tilmæli standast varla lagalega skoðun og eru jafnvel brot á stjórnarskrá. Þjónkun stjórnvalda við fjármálakerfið hefur nú endanlega farið út fyrir öll velsæmismörk," segir þar.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×