Yfirlýsing iðnaðarráðherra Jón Gunnarsson skrifar 13. janúar 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað að því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytisins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvarlegt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið til Íslands sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent á undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagningu suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í forystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjustu útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf er sennilega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnulífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyðileggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýsing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar fréttir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórnvalda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað að því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytisins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvarlegt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið til Íslands sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent á undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagningu suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í forystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjustu útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf er sennilega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnulífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyðileggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýsing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar fréttir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórnvalda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar