Innlent

Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli

Óskað hefur verið eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Óskað hefur verið eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er slæmt veður á svæðinu og mjög lélegt skyggni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið en óvíst er hvort hún geti athafnað sig á jöklinum vegna veðurs.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að snjóbílar björgunarsveitanna hafi verið kallaðar út og eru þær nú á leið á jökulinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×