Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki 20. maí 2010 04:00 Samheitalyf Með því að niðurgreiða aðeins ódýrustu lyfin í hverjum flokki tekur ríkið fyrir að fyrirtæki sjái sér hag í að setja ódýr samheitalyf á markað, segir framkvæmdastjóri Portfarma. Fréttablaðið/Valli Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma. Stefna ríkisins er að niðurgreiða aðeins ódýrasta lyfið í hverjum flokki. Því hafa meðal annars læknar mótmælt, þar sem aukaverkanir og virkni lyfja er mismunandi eftir einstaklingum. Þetta kerfi heldur opnum þeim möguleika fyrir efnað fólk að kaupa lyf sem þeim þykir henta best, án niðurgreiðslu. Á sama tíma þurfa þeir sem ekki hafa fé til þess að láta sér nægja þau lyf sem ríkið kýs að niðurgreiða, segir Olgeir. Sjúklingar sem ekki geta notað lyfin sem heilbrigðisyfirvöld niðurgreiða geta sótt sérstaklega um að fá önnur lyf niðurgreidd. Olgeir segir ríkið beinlínis vinna gegn því að lyfjaverð lækki á Íslandi. Dæmi um það sé hækkun á kostnaði við skráningu nýrra lyfja, úr 115 þúsundum króna í ríflega 1,8 milljónir fyrir um ári. Þjónustan hafi ekki aukist að sama skapi, enda taki nú mun lengri tíma að fá lyf skráð. „Það er búið að reka líkkistunaglana í þennan iðnað, íslenski markaðurinn er hreinlega ekki áhugaverður lengur,“ segir Olgeir. Hann segir þetta þegar hafa leitt til þess að mun færri ódýr samheitalyf séu sett á markað. Þá sé samkeppnin drepin niður með því að niðurgreiða aðeins ákveðin lyf, enda sé þá lítil ástæða fyrir lyfjafyrirtæki að koma með ódýrari samheitalyf á markað. - bj Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma. Stefna ríkisins er að niðurgreiða aðeins ódýrasta lyfið í hverjum flokki. Því hafa meðal annars læknar mótmælt, þar sem aukaverkanir og virkni lyfja er mismunandi eftir einstaklingum. Þetta kerfi heldur opnum þeim möguleika fyrir efnað fólk að kaupa lyf sem þeim þykir henta best, án niðurgreiðslu. Á sama tíma þurfa þeir sem ekki hafa fé til þess að láta sér nægja þau lyf sem ríkið kýs að niðurgreiða, segir Olgeir. Sjúklingar sem ekki geta notað lyfin sem heilbrigðisyfirvöld niðurgreiða geta sótt sérstaklega um að fá önnur lyf niðurgreidd. Olgeir segir ríkið beinlínis vinna gegn því að lyfjaverð lækki á Íslandi. Dæmi um það sé hækkun á kostnaði við skráningu nýrra lyfja, úr 115 þúsundum króna í ríflega 1,8 milljónir fyrir um ári. Þjónustan hafi ekki aukist að sama skapi, enda taki nú mun lengri tíma að fá lyf skráð. „Það er búið að reka líkkistunaglana í þennan iðnað, íslenski markaðurinn er hreinlega ekki áhugaverður lengur,“ segir Olgeir. Hann segir þetta þegar hafa leitt til þess að mun færri ódýr samheitalyf séu sett á markað. Þá sé samkeppnin drepin niður með því að niðurgreiða aðeins ákveðin lyf, enda sé þá lítil ástæða fyrir lyfjafyrirtæki að koma með ódýrari samheitalyf á markað. - bj
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira