Magnús Árni Magnússon: „Sjö háskóla“ spurningin Magnús Árni Magnússon skrifar 27. maí 2010 09:19 Er ekki fáránlegt fyrir 300 þúsund manna þjóð að halda úti sjö háskólum?" er algeng spurning í umræðunni í dag og svarið „jú" blasir við - þrátt fyrir að höfðatölulega séð sé staðan 7 háskólastofnanir fyrir 300 þúsund manns ekki fjarri því sem er í Bandaríkjunum, þar sem bestu háskólar heims eru starfræktir. Þetta er þó ólíkt því sem er í Evrópu, sem hefur ekki náð vopnum sínum enn í alþjóðlegum háskólasamanburði. „Sjö-háskóla" spurningin er hins vegar talsvert villandi. Í rauninni mætti líkja henni við að spurt sé „er ekki fáránlegt að 300 þúsund manna þjóð skuli halda úti námi á öll hljóðfæri sem leikið er á í sinfóníuhljómsveit? Er ekki nóg að kenna á málmblásturshljóðfærin og gera það vel?" Staðreynd málsins er sú að þessir sjö háskólar eru ekki ljósrit hver af öðrum. Flestir eru þeir afar sérhæfðar stofnanir sem leggja megináherslu á fáar greinar og mismunandi kennslufræði. Fæstar þeirra hafa dottið niður úr skýjunum á allra síðustu árum. Flestar eiga áratuga starf að baki og ein þeirra getur rakið sögu sína (með góðum vilja) allt aftur til ársins 1106! Þær hafa hins vegar á umliðnum áratugum fært nám sitt upp á háskólastig samkvæmt kröfum tímans, rétt eins og stofnun sú sem hlaut nafnið Háskóli Íslands gerði árið 1911. Eins eru sumar þeirra til komnar fyrir umfangsmiklar sameiningar fjölbreyttra fagskóla og síðasta áratuginn hefur háskólastofnunum í raun fækkað, en ekki fjölgað. Fjölbreytt nám Stundum er spurt í framhaldi af „sjö-háskóla" spurningunni hvort það sé ekki út í hött að kenna viðskiptafræði á fjórum stöðum á Íslandi. Ef við vörpum kastljósinu á þau fög sem sannarlega eru kennd í fleiri en einum háskóla á Íslandi - viðskiptafræði, lögfræði og verkfræði, þá er þar um að ræða vinsæl fög sem ekkert er athugavert við að margir fari í gegnum í nútímasamfélagi. Hagnýt og fræðileg þekking á því sem tengist ástundun viðskipta, er afar hagfelld fyrir samfélagið og viðskiptalífið, burt séð frá þeirri gagnrýni sem slíkt nám hefur setið undir að undanförnu og í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það nám sé í boði víðar en í einni stofnun. Að sama skapi er alltaf þörf fyrir lögfræðinga og það fyrirkomulag sem tíðkaðist hér í áratugi, að meina nema 30-60 manns að hefja nám í lögfræði ár hvert, var í grunninn ekki til annars en að búa til einsleita valdaelítu. Almenn lögfræðiþekking er forsenda virks lýðræðis og eflingar borgararéttinda fjöldans. Lengi hefur líka verið talað um að efla þyrfti verkmenntun á Íslandi og það þarf ekki að fylgjast lengi með því sem er að gerast í HR til að sjá að þar er verið að vinna fyrsta flokks starf. Menntunarsprenging Staðan er sú að undanfarin 20 ár hefur orðið menntunarsprenging á Íslandi og er það vel. Það er fjarri því að „fjölgun háskólanna hafi verið tilraun sem mistókst", eins og fv. landlæknir hélt fram í Fréttablaðinu nýlega. Þvert á móti hníga mörg rök að því að uppfærsla fagskólanna á háskólastig hafi tekist með eindæmum vel. Skólarnir hafa eflst mikið fræðilega, valkostir fólks sem vill fara í nám eru fjölbreyttir og spennandi. Háskólanám er hægt að stunda með mismunandi hætti frameftir öllum aldri víða um landið og aldrei hafa verið stundaðar öflugri rannsóknir á Íslandi en í dag. Í þeim fræðigreinum þar sem um samkeppni hefur verið að ræða hefur hún tvímælalaust verið til góðs. Ekki einu sinni lagadeild Háskóla Íslands mun bera á móti því að sú samkeppni sem Bifröst efndi til í laganámi með því að brydda upp á námi í viðskiptalögfræði árið 2001 (HR og HA fylgdu í kjölfarið), hafi gert annað en að efla laganámið við Háskóla Íslands, en laganám á Íslandi mátti sannarlega við hressi¬¬legri uppfærslu í byrjun þessarar aldar. Stígum varlega til jarðar Nú leita menn logandi ljósi að tækifærum til hagræðingar í ríkisrekstri og er það bæði þarft og skynsamlegt. Þar þarf þó að stíga varlega til jarðar og á það við í háskólamálum eins og öðrum viðkvæmum málaflokkum. Það þarf að varast að eyðileggja þann árangur sem þegar hefur náðst í íslensku háskólasamfélagi með vanhugsuðum aðgerðum í átt til sameiningar eða lokunar skólastofnana, sem vandséð er hvaða hagræðingu skilar, enda hverfur kostnaðurinn við þá nemendur sem þegar eru í námi, ekki við það að sameina eða leggja niður skóla. Kostnaður ríkisins við nemendur í t.d. HR og Bifröst er ekki hærri en hann myndi vera við Háskóla Íslands. Það er síðan annað mál að vissulega má gera betur í því að efla samstarf íslenskra háskóla. Það er líka alls ekki ólíklegt að hið aukna samstarf kunni í einhverjum tilfellum að leiða til frekari sameiningar háskólastofnana á Íslandi, eins og þegar hafa farið fram þreifingar um. Það er sjálfsagt til of mikils mælst að ætlast til hófstillingar og umhugsunar í almennri umræðu eftir þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarin misseri og í ljósi þess tröllaukna vanda sem hún stendur frammi fyrir. Það er hins vegar von mín að fólkið sem um vélar hugsi málið alla leið og taki ekki hugsunarlaust undir „sjö-háskóla" spurninguna eins og þar sé að finna helstu lausnina á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Höfundur er verðandi rektor Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Er ekki fáránlegt fyrir 300 þúsund manna þjóð að halda úti sjö háskólum?" er algeng spurning í umræðunni í dag og svarið „jú" blasir við - þrátt fyrir að höfðatölulega séð sé staðan 7 háskólastofnanir fyrir 300 þúsund manns ekki fjarri því sem er í Bandaríkjunum, þar sem bestu háskólar heims eru starfræktir. Þetta er þó ólíkt því sem er í Evrópu, sem hefur ekki náð vopnum sínum enn í alþjóðlegum háskólasamanburði. „Sjö-háskóla" spurningin er hins vegar talsvert villandi. Í rauninni mætti líkja henni við að spurt sé „er ekki fáránlegt að 300 þúsund manna þjóð skuli halda úti námi á öll hljóðfæri sem leikið er á í sinfóníuhljómsveit? Er ekki nóg að kenna á málmblásturshljóðfærin og gera það vel?" Staðreynd málsins er sú að þessir sjö háskólar eru ekki ljósrit hver af öðrum. Flestir eru þeir afar sérhæfðar stofnanir sem leggja megináherslu á fáar greinar og mismunandi kennslufræði. Fæstar þeirra hafa dottið niður úr skýjunum á allra síðustu árum. Flestar eiga áratuga starf að baki og ein þeirra getur rakið sögu sína (með góðum vilja) allt aftur til ársins 1106! Þær hafa hins vegar á umliðnum áratugum fært nám sitt upp á háskólastig samkvæmt kröfum tímans, rétt eins og stofnun sú sem hlaut nafnið Háskóli Íslands gerði árið 1911. Eins eru sumar þeirra til komnar fyrir umfangsmiklar sameiningar fjölbreyttra fagskóla og síðasta áratuginn hefur háskólastofnunum í raun fækkað, en ekki fjölgað. Fjölbreytt nám Stundum er spurt í framhaldi af „sjö-háskóla" spurningunni hvort það sé ekki út í hött að kenna viðskiptafræði á fjórum stöðum á Íslandi. Ef við vörpum kastljósinu á þau fög sem sannarlega eru kennd í fleiri en einum háskóla á Íslandi - viðskiptafræði, lögfræði og verkfræði, þá er þar um að ræða vinsæl fög sem ekkert er athugavert við að margir fari í gegnum í nútímasamfélagi. Hagnýt og fræðileg þekking á því sem tengist ástundun viðskipta, er afar hagfelld fyrir samfélagið og viðskiptalífið, burt séð frá þeirri gagnrýni sem slíkt nám hefur setið undir að undanförnu og í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það nám sé í boði víðar en í einni stofnun. Að sama skapi er alltaf þörf fyrir lögfræðinga og það fyrirkomulag sem tíðkaðist hér í áratugi, að meina nema 30-60 manns að hefja nám í lögfræði ár hvert, var í grunninn ekki til annars en að búa til einsleita valdaelítu. Almenn lögfræðiþekking er forsenda virks lýðræðis og eflingar borgararéttinda fjöldans. Lengi hefur líka verið talað um að efla þyrfti verkmenntun á Íslandi og það þarf ekki að fylgjast lengi með því sem er að gerast í HR til að sjá að þar er verið að vinna fyrsta flokks starf. Menntunarsprenging Staðan er sú að undanfarin 20 ár hefur orðið menntunarsprenging á Íslandi og er það vel. Það er fjarri því að „fjölgun háskólanna hafi verið tilraun sem mistókst", eins og fv. landlæknir hélt fram í Fréttablaðinu nýlega. Þvert á móti hníga mörg rök að því að uppfærsla fagskólanna á háskólastig hafi tekist með eindæmum vel. Skólarnir hafa eflst mikið fræðilega, valkostir fólks sem vill fara í nám eru fjölbreyttir og spennandi. Háskólanám er hægt að stunda með mismunandi hætti frameftir öllum aldri víða um landið og aldrei hafa verið stundaðar öflugri rannsóknir á Íslandi en í dag. Í þeim fræðigreinum þar sem um samkeppni hefur verið að ræða hefur hún tvímælalaust verið til góðs. Ekki einu sinni lagadeild Háskóla Íslands mun bera á móti því að sú samkeppni sem Bifröst efndi til í laganámi með því að brydda upp á námi í viðskiptalögfræði árið 2001 (HR og HA fylgdu í kjölfarið), hafi gert annað en að efla laganámið við Háskóla Íslands, en laganám á Íslandi mátti sannarlega við hressi¬¬legri uppfærslu í byrjun þessarar aldar. Stígum varlega til jarðar Nú leita menn logandi ljósi að tækifærum til hagræðingar í ríkisrekstri og er það bæði þarft og skynsamlegt. Þar þarf þó að stíga varlega til jarðar og á það við í háskólamálum eins og öðrum viðkvæmum málaflokkum. Það þarf að varast að eyðileggja þann árangur sem þegar hefur náðst í íslensku háskólasamfélagi með vanhugsuðum aðgerðum í átt til sameiningar eða lokunar skólastofnana, sem vandséð er hvaða hagræðingu skilar, enda hverfur kostnaðurinn við þá nemendur sem þegar eru í námi, ekki við það að sameina eða leggja niður skóla. Kostnaður ríkisins við nemendur í t.d. HR og Bifröst er ekki hærri en hann myndi vera við Háskóla Íslands. Það er síðan annað mál að vissulega má gera betur í því að efla samstarf íslenskra háskóla. Það er líka alls ekki ólíklegt að hið aukna samstarf kunni í einhverjum tilfellum að leiða til frekari sameiningar háskólastofnana á Íslandi, eins og þegar hafa farið fram þreifingar um. Það er sjálfsagt til of mikils mælst að ætlast til hófstillingar og umhugsunar í almennri umræðu eftir þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarin misseri og í ljósi þess tröllaukna vanda sem hún stendur frammi fyrir. Það er hins vegar von mín að fólkið sem um vélar hugsi málið alla leið og taki ekki hugsunarlaust undir „sjö-háskóla" spurninguna eins og þar sé að finna helstu lausnina á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Höfundur er verðandi rektor Háskólans á Bifröst
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun