Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið 22. nóvember 2010 18:06 Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun. Þetta kemur fram í játningu Gunnars Rúnars hjá lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar lýsir hann atburðarrásinni aðfaranótt sunnudagsins 15.ágúst, sem hófst með því að hann fór í bíltúr um Hafnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti. Gunnar Rúnar stoppaði við verslun 10-11 í Setberginu í Hafnarfirði, lagði bílnum og fór í gönguferð um hverfið. Hann var með hnífinn á sér og segist hafa verið að reyna stoppa sjálfan sig. Skyndilega man hann þá eftir því að Hannes er ekki heima og hættir því við. Hannes var þá staddur á tónleikum Bubba Morthens í Vogum á Vatsnleysuströnd ásamt kærustu sinni. Í yfirheyrslunni spyr lögreglumaður hverju hann hafi velt fyrir sér á göngu sinni um hverfið. Og Gunnar svarar: „...Ég er að pæla hvort ég eigi að gera þetta eða hvort ég eigi ekki að gera þetta. Ég hef verið að pæla í þessu mjög mikið hvort ég ætti að drepa hann Hannes, en ég hef alltaf stoppað mig en samt er ég farinn að ganga lengra og lengra. Þetta kvöld á þessum tíma þegar ég var á þessum göngutúri þá náði ég að stoppa mig og líka það að ég vissi það að það var örugglega enginn heima." Gunnar ákveður því að keyra niður í miðbæ Reykjavíkur, reyna að gleyma þessu og fá sér í glas. Hann endar síðan einn með kærustu Hannesar, þau drekka mikið magn áfengis, og hann keyrir drukkin heim til sín, en kærastan lá áfengisdauð í framsætinu. Þegar heim er komið heldur hann á kærustunni inn til sín og kemur henni fyrir í rúmi sínu, skiptir um föt, fer út í bíl og ákveður að láta til skara skríða. Á milli klukkan sjö og átta um morguninn leggur hann bílnum við leikskóla í Setbergshverfinu, fer í úlpuna og tekur með sér poka með dótinu sem hann þurfti. Hann gengur upp þennan göngustíg, stoppar við ljósastaur og gerir sig kláran fyrir morðið.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira