Sýslumaður metur fasteignaverð 30% lægra en fasteignamat 26. febrúar 2010 18:30 Sýslumaður metur virði fasteigna allt að 30 prósentum lægra en opinbert fasteignamat. Ef mat sýslumanns gefur rétta mynd af virði fasteigna leysa aðgerðir bankanna ekki skuldavanda fólks. Seðlabankinn gerir í spám sínum ráð fyrir að húsnæðisverð hér á landi lækki að raunvirði um 33 prósent á næstu tveimur árum. Mat á markaðsvirði fasteigna er í mikilli óvissu í dag, en svokallaðir makaskiptasamningar hafa lyft verðinu upp og jafnvel gefið óraunhæfar væntingar um fasteignaverð eftir hrunið. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá Sýslumanni sem sýna að 150 fermetra raðhús í Mosfellsbæ er metið af honum á 20 milljónir króna. Fasteignamat eignarinnar er hins vegar 27 og hálf milljón. Mismunurinn á verðmati sýslumanns og fasteignamati er þar með 27%. Það sem vekur athygli við þetta er að bankarnir styðjast að miklu leyti við fasteignamat þegar veðsetningarhlutföll skuldara eru metin. Svokölluð höfuðstólsleiðrétting, eða 110% leiðin, tekur þannig mið af fasteignamatinu. Tökum dæmi um eign sem er metin samkvæmt fasteignamati á 30 milljónir. Gerum ráð fyrir að hún sé yfirveðsett og eigendur fengju höfuðstólsleiðréttingu. Lánið yrði þá eftir leiðréttingu 33 milljónir. Ef hins vegar markaðurinn er hruninn eins og sýslumaður virðist telja samkvæmt áðurnefndu mati, situr fólk uppi með 150% yfirveðsetningu þrátt fyrir leiðréttingu. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Sýslumaður metur virði fasteigna allt að 30 prósentum lægra en opinbert fasteignamat. Ef mat sýslumanns gefur rétta mynd af virði fasteigna leysa aðgerðir bankanna ekki skuldavanda fólks. Seðlabankinn gerir í spám sínum ráð fyrir að húsnæðisverð hér á landi lækki að raunvirði um 33 prósent á næstu tveimur árum. Mat á markaðsvirði fasteigna er í mikilli óvissu í dag, en svokallaðir makaskiptasamningar hafa lyft verðinu upp og jafnvel gefið óraunhæfar væntingar um fasteignaverð eftir hrunið. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá Sýslumanni sem sýna að 150 fermetra raðhús í Mosfellsbæ er metið af honum á 20 milljónir króna. Fasteignamat eignarinnar er hins vegar 27 og hálf milljón. Mismunurinn á verðmati sýslumanns og fasteignamati er þar með 27%. Það sem vekur athygli við þetta er að bankarnir styðjast að miklu leyti við fasteignamat þegar veðsetningarhlutföll skuldara eru metin. Svokölluð höfuðstólsleiðrétting, eða 110% leiðin, tekur þannig mið af fasteignamatinu. Tökum dæmi um eign sem er metin samkvæmt fasteignamati á 30 milljónir. Gerum ráð fyrir að hún sé yfirveðsett og eigendur fengju höfuðstólsleiðréttingu. Lánið yrði þá eftir leiðréttingu 33 milljónir. Ef hins vegar markaðurinn er hruninn eins og sýslumaður virðist telja samkvæmt áðurnefndu mati, situr fólk uppi með 150% yfirveðsetningu þrátt fyrir leiðréttingu.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira