Sport

Kim Clijsters vann opna bandaríska annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kim Clijsters sýnir dóttur sinni Jödu bikarinn sem h´ún vann í nótt.
Kim Clijsters sýnir dóttur sinni Jödu bikarinn sem h´ún vann í nótt. Mynd/AP
Belgíska tenniskonan Kim Clijsters tryggði sér í nótt sigur á opna bandaríska mótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á Rússanum Veru Zvonareva. Clijsters varð þar með fyrsta konan í níu ár til þess að verja titil sinn á þessu risamóti.

Venus Williams var sú síðasta til að vinna opna bandaríska mótið tvö ár í röð en það gerði hún 2000 og 2001.

Clijsters vann Veru Zvonareva örugglega í tveimur settum, 6-2 og 6-1, og hefur nú unnið 21 leik í röð á mótinu.

Clijsters vann titilinn árið 2005, missti af 2006-mótinu vegna meiðsla og tók síðan tveggja ára hlé á meðan hún gifti sig og eignaðist barn. Clijsters hefur því ekki tapað á opna bandaríska mótinu í sex ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×