Rekja gögn Wikileaks til sama hermannsins - Fréttaskýring 30. nóvember 2010 06:00 Ásakaður Bandarísk stjórnvöld telja sig vita að fyrrverandi hermaðurinn Bradley Manning hafi lekið hundruðum þúsunda eldfimra skjala til Wikileaks.Fréttablaðið/AP Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira