Fótbolti

Kolbeinn afgreiddi BATE Borisov - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn var í banastuði í kvöld. Nordic Photos/AFP
Kolbeinn var í banastuði í kvöld. Nordic Photos/AFP

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar er það lagði BATE Borisov í Evrópudeildinni í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir AZ sem vann 3-0.

Fyrra mark Kolbeins var afar glæsilegt. Hann vann skalla eftir útspark. Boltinn fór á félaga hans sem stakk honum inn fyrir á Kolbein. Þessi stórefnilegi framherji var afar yfirvegaður fyrir framan markið og lét vaða frá vítateig. Skotið var af dýrari gerðinni því boltinn fór í slána og inn.

Markið kom strax á 5. mínútu og Kolbeinn kláraði svo leikinn með öðru marki á 84. mínútu. Félagi hans Adam Maher gulltryggði svo sigurinn tveimur mínútum síðar.

Sigurinn dugði þó ekki til því Alkmaar komst ekki áfram í keppninni.

Hér má sjá fyrra mark Kolbeins í leiknum.

Hér má svo síðara mark Kolbeins sem Jóhann Berg Guðmundsson leggur listavel upp fyrir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×