Meistarinn Button að venjast McLaren 4. febrúar 2010 11:05 Jenson Button er nú í búningi McLaren liðsins. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga. "Það er óhætt að segja að Ferrari bíllinnn sé fljótur, en óljóst hve fljótur. Þeir myndu ekki ná þessum tíma ef þeir væru ekki samkeppnisfærir, en það er erfitt að vita hvaða bensínmagn menn eru að nota á æfingum. Svo mæta allir með endurbætta bíla fyrir fyrsta mótið. Ég held að næsta prófun verði marktækari og þá verði hægt að finna út raunhraða manna með því að skoða bensínþyngdir", sagði Button í samtali við Auosport vefsetrið. "Það hefði verið gott að komast í að stilla bílnum upp meira, en við höfum þurft að breyta ýmsu í bílnum til að það færi vel um mig. Ég sit hátt í bílnum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið." Button sagðist ekki hafa hoppað hæð sína af kæti á fyrstu æfingunni með McLaren eins og með Brawn í fyrra, þegar hann prófaði nýja bíl liðsins. Ástæðan væri einfaldlega sú að það tæki tíma að venjast nýjum bílum og aðstæðum. Þá væri brautin í Valencia óvenjuleg, en hún er fremur hæg miðað við hefðbundnar Formúlu 1 brautir. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga. "Það er óhætt að segja að Ferrari bíllinnn sé fljótur, en óljóst hve fljótur. Þeir myndu ekki ná þessum tíma ef þeir væru ekki samkeppnisfærir, en það er erfitt að vita hvaða bensínmagn menn eru að nota á æfingum. Svo mæta allir með endurbætta bíla fyrir fyrsta mótið. Ég held að næsta prófun verði marktækari og þá verði hægt að finna út raunhraða manna með því að skoða bensínþyngdir", sagði Button í samtali við Auosport vefsetrið. "Það hefði verið gott að komast í að stilla bílnum upp meira, en við höfum þurft að breyta ýmsu í bílnum til að það færi vel um mig. Ég sit hátt í bílnum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið." Button sagðist ekki hafa hoppað hæð sína af kæti á fyrstu æfingunni með McLaren eins og með Brawn í fyrra, þegar hann prófaði nýja bíl liðsins. Ástæðan væri einfaldlega sú að það tæki tíma að venjast nýjum bílum og aðstæðum. Þá væri brautin í Valencia óvenjuleg, en hún er fremur hæg miðað við hefðbundnar Formúlu 1 brautir.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira